Íþróttafólk og dugnaðarforkar Hattar heiðraðir á Þrettándagleði
Þann 6. Janúar fór fram þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:15 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Áætlað er að um 200 manns hafi komið saman og var veður með besta móti. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs flutti stutt erindi og fór yfir árið.