Sund

Austri sigraði Bikarmót UÍA í sundi

Sundfólk á Austurlandi átti saman viðburðaríka helgi á Djúpavogi 21. og 22. nóvember.  Landsliðsþjálfarinn Ingi Þór Ágústson, sá um æfingabúðir fyrir börn og unglinga á laugardeginum en strax á sunnudeginum gafst sundfólkinu kostur á að sýna hvað það hafði lært, því þá fór fram Bikarmót UÍA.Þar atti kappi sundfólk frá Hetti, Austra, Þrótti, Sindra og Neista um titlillinn Bikarmeistari Austurlands. Mikil stemming myndaðist á bakkanum og keppendur voru hvattir duglega áfram, andrúmsloftið var þrungið eftirvæntingu þegar úrslit voru kunngjörð enda höfðu allir keppendur gert sitt allra besta til að næla í stig fyrir sitt félag.

 

Austri sigraði með nokkrum yfirburðum og hampaði bikurum fyrir stigahæsta karlalið, kvennalið og Austurlandsbikarnum sjálfum fyrir stigahæsta liðið í heildarstigakeppni mótsins. Lið heimamanna í Neista hafnaði í öðru sæti, bæði lið fögnuðu ákaft og fengu þjálfarar beggja liða að fljúga fullklæddir í laugina ásamt lærlingum sínum, bægslagangurinn í lauginni var því síst minni eftir að móti lauk.

Hér má sjá úrslit mótsins og á facebook síðu UÍA má finna myndir frá helginni sem Andrés Skúlason tók.

Fjöldi sjálfboðaliða lagði hönd á plóg við framkvæmd mótsins og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok