Austri sigraði Bikarmót UÍA í sundi
Sundfólk á Austurlandi átti saman viðburðaríka helgi á Djúpavogi 21. og 22. nóvember. Landsliðsþjálfarinn Ingi Þór Ágústson, sá um æfingabúðir fyrir börn og unglinga á laugardeginum en strax á sunnudeginum gafst sundfólkinu kostur á að sýna hvað það hafði lært, því þá fór fram Bikarmót UÍA.Þar atti kappi sundfólk frá Hetti, Austra, Þrótti, Sindra og Neista um titlillinn Bikarmeistari Austurlands. Mikil stemming myndaðist á bakkanum og keppendur voru hvattir duglega áfram, andrúmsloftið var þrungið eftirvæntingu þegar úrslit voru kunngjörð enda höfðu allir keppendur gert sitt allra besta til að næla í stig fyrir sitt félag.