UÍA sjötugt í dag

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands fagnar í dag 70 ára afmæli sínu. Dagurinn í dag er vanalega talinn stofndagur sambandsins en stofnfundur Ungmennasambands Austurlands var haldinn á Eiðum dagana 28. - 29. júní árið 1941.

Lesa meira

Eimskip meðal aðalstyrkaraðila Unglingalandsmótsins

 

Eimskip hefur gengið í hóp aðalstyrktaraðila 14. Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Karl Gunnarsson, svæðisstjóri Eimskipa á Austurlandi og Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, undirrituðu samkomulag þar um á mánudag.

Lesa meira

Keppt og kvaðst: Fimmti dagur Frjálsíþróttaskóla

Mannskapurinn vaknaði freskur og tilbúinn í síðasta dag skólans. Eftir vel útilátinn morgunverð var skundað á Vilhjálmsvöll þar sem nemendur skólans sýndu og sönnuðu hvað þeir höfðu lært á undangenginni viku en þar fór fram frjálsíþróttamót. Keppt var í langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, 600 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi.  Keppendur stóðu sig með sóma og auðsýnt að strangar æfingar síðustu daga hafa skilað sínu.

Lesa meira

Launaflsbikarinn: Ný leikjadagskrá

Lið Samvirkjafélag Eiðaþingár tilkynnti í dag að það hefði dregið sig úr keppni í Launaflsbikarnum 2011 þar sem illa hefði gengið að manna liðið. Keppnin verður því ekki leikin í tveimur liðum heldur einföld umferð í deild. Fjögur efstu liðin komast síðan í úrslitakeppni eftir verslunarmannahelgi.

Lesa meira

Hreyfing og hámenning: Annar dagur Frjálsíþróttaskólans

Í Frjálsíþróttaskólanum er lögð á hið sígilda: heilbrigða sál í hraustum líkama. Innan ungmennafélagshreyfingarinnar hefur allt frá upphafi verið lögð áhersla á menningu eins og íþróttir. Stundatafla skólans endurspeglaði þetta í dag.

Fyrsta mótið í mótaröð UÍA og HEF

 

Fyrsta mótið í frjálsíþróttamótaröð UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella fer fram á Vilhjálmsvelli á morgun, miðvikudaginn 29. júní. Keppt verður í spjótkasti, þrístökki og grindahlaupi.

 

Lesa meira

Boðað til afmælisformannafundar

UÍA hefur boðað til formannafundar þann 28. júní. Sambandið var einmitt stofnað þann dag á Eiðum fyrir sjötíu árum.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ