Fimm frá UÍA á landsmóti 50+
Fimm keppendur UÍA tóku þátt í landsmóti eldri ungmennafélaga sem haldið var í fyrsta sinn á Hvammstanga um Jónsmessuhelgina.
Fimm keppendur UÍA tóku þátt í landsmóti eldri ungmennafélaga sem haldið var í fyrsta sinn á Hvammstanga um Jónsmessuhelgina.
Í nógu verður að snúast hjá frjálsíþróttafólki á miðvikudaginn 20 júlí. Klukkan 16:00 verður frjálsíþróttasamæfing á Vilhjálmsvelli fyrir keppendur UÍA sem stefna á þátttöku á ULM, þar verða m.a. skipaðar þær boðhlaupssveitir sem UÍA teflir fram á ULM.
Klukkan 18:00 hefst á vellinum annað mótið í mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum.
Úrvalslið Jalla Jalla vann opna Héraðsprentsmótið í boccia sem haldið var á Sumarhátíð. Sex lið tóku þátt í mótinu.
Nýverið undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum samstarfssamning milli félaganna tveggja. Með samningnum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar á Egilsstöðum.
Hreindýrið Sprettur Sporlangi, lukkudýr UÍA, undirritaði í morgun samning við Umhverfisstofnun sem gefur honum grið frá hreindýraveiðum. Hreindýraveiðitímabilið hófst á miðnætti og stendur fram í miðjan september. Sprettur hlakkar mikið til að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og telur samninginn mikilvægan til að tryggja öryggi sitt.
Dagskrá Unglingalandsmótsins sem verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er tilbúin. Sléttar tvær vikur eru í að hún byrji. Umfangsmikil skemmtidagskrá verður í bænum fyrir utan íþróttakeppnina.
Í dag var undirritað samstarfsyfirlýsing Síldavinnslunnar hf, Alcoa Fjarðaáls hf. Launafls ehf., Olíverzlunar Íslands hf., Eskju hf., SÚN og yngri flokka Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Undirritað var í Veiðiflugunni á Reyðarfirði, en aðilar yfirlýsingarinnar skuldbinda sig að vinna saman að því að efla tækifæri barna og unglinga í Fjarðabyggð til að æfa og leika knattspyrnu með sem bestri umgjörð.
Tíu dagar eru þar til skráningu keppenda á unglingalandsmótið lýkur. Keppendur UÍA njóta sérkjara á mótið.
Skráning þeirra sem vilja hjálpa til við Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina er nú í fullum gangi.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.