Landsliðsúrtaka Fimleikasambands Íslands fyrir EM 2014

Þrír iðkendur frá fimleikadeild Hattar komust á síðustu úrtaksæfinguna fyrir EM 2014 á vegum fimleikasambands Íslands.  Alls hafa æfingarnar verið þrjár og hefur erfiðleiki stökkva og dansæfinga aukist fyrir hverja æfingu.

Lesa meira

Blakfréttir: Þróttur sigraði Stjörnuna 1-3.

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti stórleik og skoraði 36 stig þegar Þróttur Neskaupstað lagði Stjörnuna 1-3 í fyrsta leik sínum eftir jólafrí í Mikasa-deild kvenna í blaki á laugardag. Þjálfarinn segir fríið hafa verið heldur langt og leikur liðsins borið þess merki.

Lesa meira

Einherjamenn hlupu frá Mývatni og heim

Meistaraflokkur Einherja í knattspyrnu hljóp á föstudaginn 3. janúar 132 km leið frá Mývatni og heim til Vopnafjarðar. Hlaupið var fjáröflun fyrir félagið sem keppir í þriðju deild karla í sumar.

„Hugmyndin kom þegar við vorum að velta fyrir okkur mögulegum fjáröflunum," segir þjálfarinn Víglundur Páll Einarsson um tildrög ferðarinnar.

Lesa meira

Sjö lið kepptu á Vetrarleikum Blæs síðastliðinn laugardag

Mótastarf Hestamannafélagsins Blæs hófst síðustu helgi þegar fyrsta mót í mótaröðinni Vetrarleikar Blæs 2014 var haldið í Dalahöllinni á Norðfirði. Vetrarleikarnir eru liðakeppni þar sem að þrír knapar skipa liðið en knaparnir safna einnig stigum í einstaklingskeppni.

Lesa meira

Höttur vann FSu síðasta föstudag

Höttur vann mikilvægan sigur í baráttunni um efstu sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði FSu 94-98 á Selfossi sl. föstudag. Liðin skiptust á um að hafa forustuna í leiknum.

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og leiddu 28-20 eftir fyrsta leikhluta en liðið náði mest ellefu stiga forskot í leikhlutanum.

Lesa meira

Eysteinn Bjarni Ævarsson íþróttamaður Hattar 2013

Körfuknattleiksmaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður Hattar fyrir árið 2013 á þrettándagleði félagsins. Félagið stendur fyrir gleðinni á Egilsstöðum í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Við það tilefni eru íþróttamenn ársins og fleiri velunnarar félagsins verðlaunaðir.

Lesa meira

Gott gengi hjá Leikni á Kjarnafæðismótinu

Undirbúningstímabilið er hafið hjá austfirskum knattspyrnuliðum. Leiknir fór norður í Eyjafjörð og tók þar þátt í Kjarnafæðismótinu. Liðið vann síðustu tvo leiki sína í mótinu sem spilaðir voru um helgina.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ