Þróttur deildarmeistari í blaki

Þróttur Neskaupstað tryggði sér í dag annan titilinn í blaki kvenna á innan við viku þegar liðið varð deildarmeistari. Aftur voru andstæðingarnir HK og aftur réðust úrslitin í oddahrinu.

Lesa meira

Skemmtileg félagsmálafræðsla

Námskeið í félagsmálafræðslu undir yfirskriftinni, Sýndu hvað í þér býr, var haldið á Egilsstöðum síðastliðinn þriðjudag. Hlutverk námskeiðsins er að fræða þátttakendur um ræðumennsku og fundarsköp.

Lesa meira

Afmælisgjöf til UMSS

Ný stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) tók í gærkvöldi við gjöf í tilefni 100 ára afmælis félagsins frá UÍA.

Lesa meira

Stigamót UÍA um helgina

Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fer fram í samstarfi við UMF Neista, í íþróttahúsinu á Djúpavogi næstkomandi sunnudag. Keppt verður í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi í flokkum stráka og stelpna 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17ára og eldri.

Lesa meira

Þróttur bikarmeistari

Þróttur Neskaupstað varð í gær bikarmeistari kvenna í blaki eftir sigur á HK í oddahrinu í æsispennandi úrslitaleik. Þróttarliðið vann fyrstu tvær hrinurnar en gaf eftir í þriðju og fjórðu hrinu sem HK vann nokkuð örugglega. Liðin skiptust á forustunni í seinustu hrinunni og fengu bæði færi til að vinna áður en Þróttur náði tilskilinni tveggja stiga forustu 19-17.

 

Lesa meira

UMFÍ á þeysireið um Austurland

Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi Ungmennasambands Íslands heimsótti, ásamt Heiði Vigfúsdóttur verkefnisstjóra ULM og Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA,  grunnskóla á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð og kynnti ýmis verkefni í starfi UMFÍ s.s. Frjálsíþróttaskóla og Unglingalandsmót.

Lesa meira

Þróttur í bikarúrslitum um helgina

Kvennalið Þróttar Neskaupstað spilar um helgina í úrslitum bikarkeppninnar í blaki. Möguleikar liðsins verða að teljast góðir í ljósi þess að það er í efsta sæti deildarkeppninnar.

Lesa meira

Frjálsíþróttafólk á Byrsmóti

Fimmtán börn og unglingar frá frjálsíþróttadeild Hattar lögðu leið sína norður síðustu helgi og kepptu á Byrsmóti UFA í Boganum á Akureyri. Mótið var fjölmennt og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma. Vakti það meðal annars athygli að UÍA átti þrjá efstu menn í hástökki 12-13 ára stráka.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ