Úrslit úr Samkaupamótinu í frjálsíþróttum sem haldið var á Sumarhátíð UÍA liggja nú fyrir. Þar var það Höttur sem vann stigakeppni í báðum flokkum með yfirburðum og fékk alls yfir 1000 stig. Keppendur voru yfir 200 talsins og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2006.
Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi vann stigabikar Sumarhátíðar í sundi þriðja árið í röð um helgina á Eskjumótinu. Sigurinn var meira að segja nokkuð öruggur þar sem Neisti fékk 568 stig en Þróttur, sem gerði harða atlögu að stigabikarnum í fyrra, 438 stig.
Nýtt lukkudýr UÍA var kynnt til sögunnar á 70 ára afmælishátíð sambandsins um seinustu helgi. Þar voru jafnframt kynnt úrslit úr nafnasamkeppni en dýrið hlaut heitið Sprettur Sporlangi.
Strandblakskeppnin á Sumarhátíð UÍA 2011 var alþjóðleg að þessu sinni en færeyska blakfélagið Fleyr, sem er í heimsókn í Neskaupstað þessa vikuna, mætti þangað með fríðan flokk sem nældi sér í þó nokkur verðlaun. Mikið var í húfi enda talað um flestar viðureignirnar sem óformlega landsleiki Íslands og Færeyja á Austurgluggamótinu í strandblaki. Úrslitin urðu sem hér segir:
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júlí að styrkja UÍA um 250.000 krónur í tilefni af sjötíu ára afmæli sambandsins og unglingalandsmótinu sem sambandið hýsir á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Sex þátttakendur voru skráðir til leiks á golfmóti Sumarhátíðar sem fram fór á föstudag. Það hefur fylgt hátíðinni frá árinu 2006 en Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs heldur utan um mótið á Ekkjufellsvelli. Leikið var eftir punktakerfi.
Búið er að raða niður leikjum á knattspyrnumóti Sumarhátíðar sem fram fer á æfingasvæðinu ofan við Vilhjálmsvöll á morgun, laugardaginn 9. júlí. Leikið verður í sjötta og sjöunda flokki, tvöföld umferð í báðum. Leiktíminn verður tvisvar sinnum sex mínútur.