Sundæfingabúðir á Höfn

Það hefur löngum verið gott samstarf milli sunddeilda innan UÍA og sunddeildar Sindra á Höfn. Næstu helgi bjóða þeir síðarnefndu upp á æfingabúiðir í sundi á Hornafirði og eru þátttakendur af starfssvæði UÍA hjartanlega velkomnir.

Lesa meira

Verndum þau, námskeið um barnavernd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samvinnu við Æskulýðsvettvanginn heldur námskeiðið Verndum þau námskeið á Austurlandi þann 11. október n.k.,kl 19, en námskeið sem þessi hafa verið haldin víða um land á síðust misserum.

Lesa meira

Sprettur afrekssjóður UÍA og Alcoa

Umsóknarfrestur í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa rennur út á morgunn 7. október.

Hvetjum við íþróttafólk, þjáflar og íþróttafélög á sambandssvæði UÍA að nýta sér sjóðinn. Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublöð má finna hér á síðunni undir Sprettur.

Góðan Forvarnadag

Forvarnardagurinn 2011 er í dag, 5. október.

Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og með stuðningi Actavis. Í tilefni dagsins mun fulltrúar aðildarfélaga UÍA heimsækja flesta 9. bekki á Austurlandi, kynna netratleik sem settur hefur verið upp í tilefni dagsins og segja frá starfi sínu.

Lesa meira

Bólholtsbikarinn byrjar í október.

Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku í fyrra vetur höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin naut miikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása aftur til leiks í Bólholtsbikarnum og nú fyrr en áður.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti UMFÍ SUND

Ótal skemmtilegar myndir af keppni í sundi á ULM má nú finna hér í myndasafninu. Keppni í sund fór fram í sundlauginni á Egilsstöðum á laugardag og sunnudag um Verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Lágmörk Úrvalshóps UÍA í frjálsum íþróttum

Í fyrrahaust kom frjálsíþróttaráð UÍA á laggirnar Úrvalshópi í frjálsum íþróttum. Markmið hópsins er að styðja og styrkja iðkendur,14 ára og eldri, sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í frjálsum íþróttum.

Lesa meira

Myndir af Unglingalandsmóti FIMLEIKAR

Myndasafnið hér á síðunni skartar nú myndum af glæsilegum keppendum í fimleikum á ULM.

Var nú í fyrsta skipti keppt í fimleikum á ULM og hafði Auður Vala Gunnarsdóttar sérgreinastjóri veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd mótsins.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ