UÍA, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið Austurför og með stuðningi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, stendur fyrir hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sunnudaginn 12. ágúst. Boðið verður upp á 68 og 103 km leiðir.
UÍA, Austurför og Fljótsdalshéraðs stóðu fyrir rathlaupinu Bjarti 2012 í nágrenni Sænautasels í Jökuldalsheiði síðustu helgina í júní. Keppnin fór fram í glæsilegu veðri, glaðasólskini, sem reyndar getur reynt á keppendur á langri göngu. Rathlaup eru gríðarlega vinsæl erlendis og njóta vaxandi vinsælda hérlendis en fjöldi erlendra keppenda hefur mætt til leiks í íslenskum rathlaupum.
Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti, varð í síðustu viku önnur í röðinni meðal knattspyrnukvenna úr aðildarfélögum UÍA til að spila með íslensku landsliði. Hún fékk viðurkenningu fyrir góðan leik gegn Frökkum á fimmtudag.
Tólf keppendur frá UÍA tóku nýverið þátt í frjálsíþróttakeppninni Gautaborgarleikunum í Svíþjóð. Þjálfari hópsins segir árangurinn almennt hafa verið góðan.
Ríkjandi bikarmeistarar, Boltafélag Norðfjarðar, eru í efsta sæti Launaflsbikarsins þegar keppni sumarsins er hálfnuð. Baráttan er hörð og hafa efstu liðin fjögur reitt stig hvert af öðru.
Stjórn UÍA hefur þungar áhyggjur af síhækkandi ferðakostnaði, sérstaklega vegna þriðjungs hækkunar á flugfargjöldum íþróttahreyfingarinnar nýverið. Hár ferðakostnaður skekkir samkeppnisstöðu og tækifæri íþróttamanna á landsbyggðinni. Stjórn UÍA skorar á Alþingi að stórhækka framlög í Ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar eins og fyrirheit voru gefin um.