Heiðdís fékk viðurkenningu fyrir góðan leik með landsliðinu

Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti, varð í síðustu viku önnur í röðinni meðal knattspyrnukvenna úr aðildarfélögum UÍA til að spila með íslensku landsliði. Hún fékk viðurkenningu fyrir góðan leik gegn Frökkum á fimmtudag.

Heiðdís spilaði með U-16 ára landsliðinu á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi. Heiðdís fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik sinn í gegn Frökkum á fimmtudag. Þar lék hún á hægri kanti í 4-0 tapi.

Heiðdís, sem leikur með meistaraflokki Hattar í A riðli fyrstu deildar kvenna, varð þar með annar UÍA-leikmaðurinn til að spila með einu af íslensku kvennalandsliðunum. Fyrst til þess varð Jónína Guðjónsdóttir, Þrótti Neskaupstað, sem árið 1992 lék tvo U-17 ára landsleiki.

Rétt er að geta þess að fleiri austfirskar stúlkur hafa leikið með íslensku landsliðunum. Þær voru hins vegar ekki á mála hjá aðildarfélögum UÍA þegar þær voru valdar í landsliðsverkefni.

Má þar nefna Heru Ármannsdóttur frá Egilsstöðum sem spilaði A-landsleik árið 1994 en spilaði þá með Val. Þá á Petra Lind Sigurðardóttir, markvörður Fjarðabyggðar/Leiknis, á að baki leik með U-19 ára landsliðnu undir merkjum Þórs á Akureyri.

Mynd: Heiðdís, lengst til vinstri, með viðurkenninguna. (c) KSÍ

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok