Farandþjálfun lokið: Þjálfað hjá fjórum félögum

Fjögur félög þáðu farandþjálfun UÍA sem í boði var í júnímánuði. Á annað hundrað krakka lutu leiðsagnar þjálfara sem lagði áherslu á frjálsaríþróttir.

Þjálfað var tvisvar í viku hjá Huginn Seyðisfirði, Val Reyðarfirði, Þrótti Neskaupstað og vikulega hjá Einherja á Vopnafirði. Um 20-30 krakkar mættu á hverja æfingu. Það undirstrikar mikilvægi þjálfunarinnar sem eykur greinaframboðið á hverjum stað.

Eins og í fyrra var það Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, sem þjálfaði krakkana. Að auki var boðið upp á samæfingu fyrir Sumarhátíð og önnur slík æfing verður haldin fyrir Unglingalandsmótið.

Þá gerði Bílaverkstæði Austurlands þjálfunina mögulega með að leggja UÍA til fararskjóta en eknir voru vel yfir fimm hundruð kílómetrar í hverri viku. Þjálfunin hófst fyrstu helgina í júní og stóð fram að Sumarhátíð, með vikuhléi þó vegna Frjálsíþróttaskólans.

Á Vopnafirði var haldið mót á síðustu æfingunni þar sem keppt var í boltakasti, langstökki og spretthlaupi. Hreindýrið hamingjuríka Sprettur Sporlangi var þar með í för og vakti að venju mikla lukku.

Myndir frá mótinu á Vopnafirði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok