Bjartur 2012: Myndasyrpa

UÍA, Austurför og Fljótsdalshéraðs stóðu fyrir rathlaupinu Bjarti 2012 í nágrenni Sænautasels í Jökuldalsheiði síðustu helgina í júní. Keppnin fór fram í glæsilegu veðri, glaðasólskini, sem reyndar getur reynt á keppendur á langri göngu. Rathlaup eru gríðarlega vinsæl erlendis og njóta vaxandi vinsælda hérlendis en fjöldi erlendra keppenda hefur mætt til leiks í íslenskum rathlaupum.

Markmiðið var að halda fyrsta sólarhringsrathlaupið á Íslandi en þátttaka í þeim flokki var ekki næg. Í flokknum sem gekk um í átta tíma höfðu Glúmarnir getur gegn Rauðhettunum.

Stöðvarnar voru víða í kringum Sænautasel en hugmyndin um staðsetningu hlaupsins byggist meðal annars á heiðabýlunum í Jökuldalsheiði sem njóta nokkurrar vinsælda meðal göngufólks.

Þá var einnig slegið upp fjölskylduratleik þar sem leysa þurfti nokkrar þrautir, meðal annars að mata liðsfélagann blindandi á kókosbollu.

Verkefnið var styrkt úr samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls en skipuleggjendur vonast til að það verði að árvissum viðburði. Fjöldi samstarfsaðila gerðu það mögulegt svo sem Holt og Hæðir, Fjallakaffi í Möðrudal, Sólskógar og Sænautasel.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá svipmyndir frá keppnissvæðinu og úr keppninni sjálfri.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok