Umsóknarfrestur í Sprett

UÍA auglýsir eftir umsóknum í Sprett – styrktarsjóð UÍA og Alcoa. Umsóknarfrestur að þessu sinni er til 5. maí. Nánari upplýsingar og eyðublað má nálgast undir valfmyndinni „Sprettur.“

Fimm grunnskólameistarar í glímu

Grunnskóli Reyðarfjarðar eignaðist fjóra grunnskólameistara og sveit UÍA í flokki 13 og 14 ára stúlkna sigraði í Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri á Grunnskólamóti Íslands í glímu sem fram fór á Selfossi um helgina.

Lesa meira

Þing UÍA á sunnudag

Sambandsþing UÍA, númer 63. í röðinni, verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað á sunnudag og hefst klukkan 11:00. Á þingingu verða gerð upp helstu verk síðasta árs og stefnan mótuð fyrir það næsta.

Lesa meira

Tekur Þróttur við titlinum á morgun?

Þróttur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið tekur á móti HK í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í Neskaupstað á morgun. Höttur mætir Hamri öðru sinni í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Ungt fólk og lýðræði: Myndir

Myndir frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var í Valaskjálf á Egilsstöðum í síðustu viku, eru komnar inn í myndasafn uia.is. Ríflega fimmtíu þátttakendur af öllu landinu mættu á ráðstefnuna sem lukkaðist sérlega vel.

Lesa meira

Þróttur Íslandsmeistari í blaki

Þróttur Neskaupstað varð á laugardag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir 3-2 sigur á HK í æsilegum leik í Neskaupstað. Þróttur vann alla þrjá leikina í úrslitarimmunni gegn Kópavogsliðinu.

Lesa meira

Felixnámskeið í Neskaupstað

UÍA og ÍSÍ standa fyrir námskeiði í Felix-kerfinu, skýrslukerfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfinganna, í Nesskóla í Neskaupstað klukkan 18:00 fimmtudaginn 11. apríl. Óskar Örn Guðbrandsson, kerfisstjóri, kennir.

Hann verður með stutta almenna kynningu á kerfinu og snýr sér að því að hjálpa mönnum með þau vandamál og spurningar sem þeir kunna að hafa.

Námskeiðið er frítt og öllum opið.

Ungt fólk og lýðræði: Ræða Spretts Sporlanga

Sprettur Sporlangi var meðal ræðumanna við setningu ráðstefnunnar Ungs fólks og lýðræðis í Valaskjálf í síðustu viku. Sprettur ræddi þar um lýðræði út frá sjónarhóli hreindýrs. Ræðan í heild sinni er hér á eftir.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ