Lið Fjarðabyggðar varð fyrir skemmstu Íslandsmeistari í þriðja flokki karla í futsal, sem er innanhússknattspyrna leikin með þyngri knetti og reglum sem eiga að gera leikinn hraðari og áhorfsvænni.
UÍA auglýsir eftir umsóknum í Sprett – styrktarsjóð UÍA og Alcoa. Umsóknarfrestur að þessu sinni er til 5. maí. Nánari upplýsingar og eyðublað má nálgast undir valfmyndinni „Sprettur.“
Grunnskóli Reyðarfjarðar eignaðist fjóra grunnskólameistara og sveit UÍA í flokki 13 og 14 ára stúlkna sigraði í Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri á Grunnskólamóti Íslands í glímu sem fram fór á Selfossi um helgina.
Sambandsþing UÍA, númer 63. í röðinni, verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað á sunnudag og hefst klukkan 11:00. Á þingingu verða gerð upp helstu verk síðasta árs og stefnan mótuð fyrir það næsta.
Þróttur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið tekur á móti HK í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í Neskaupstað á morgun. Höttur mætir Hamri öðru sinni í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld.
Myndir frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var í Valaskjálf á Egilsstöðum í síðustu viku, eru komnar inn í myndasafn uia.is. Ríflega fimmtíu þátttakendur af öllu landinu mættu á ráðstefnuna sem lukkaðist sérlega vel.
Þróttur Neskaupstað varð á laugardag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir 3-2 sigur á HK í æsilegum leik í Neskaupstað. Þróttur vann alla þrjá leikina í úrslitarimmunni gegn Kópavogsliðinu.
UÍA og ÍSÍ standa fyrir námskeiði í Felix-kerfinu, skýrslukerfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfinganna, í Nesskóla í Neskaupstað klukkan 18:00 fimmtudaginn 11. apríl. Óskar Örn Guðbrandsson, kerfisstjóri, kennir.
Hann verður með stutta almenna kynningu á kerfinu og snýr sér að því að hjálpa mönnum með þau vandamál og spurningar sem þeir kunna að hafa.
Sprettur Sporlangi var meðal ræðumanna við setningu ráðstefnunnar Ungs fólks og lýðræðis í Valaskjálf í síðustu viku. Sprettur ræddi þar um lýðræði út frá sjónarhóli hreindýrs. Ræðan í heild sinni er hér á eftir.