Tekur Þróttur við titlinum á morgun?

Þróttur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið tekur á móti HK í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í Neskaupstað á morgun. Höttur mætir Hamri öðru sinni í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld.

Þróttur er í kjörstöðu eftir sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Þróttur vann 3-1 í hörkuleik í Neskaupstað á miðvikudagskvöld en hafði yfirburði í öðrum leiknum í Kópavogi í gærkvöldi. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Höttur tekur á móti Hamri á Egilsstöðum klukkan 18:30. Hamar vann fyrri leik liðanna í fyrrakvöld, 86-73. Höttur verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik í Hveragerði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok