Fimm grunnskólameistarar í glímu

Grunnskóli Reyðarfjarðar eignaðist fjóra grunnskólameistara og sveit UÍA í flokki 13 og 14 ára stúlkna sigraði í Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri á Grunnskólamóti Íslands í glímu sem fram fór á Selfossi um helgina.

Grunnskóli Reyðarfjarðar átti tíu keppendur í mótinu sem allir stóðu sig með prýði. Fjórir þeirra náðu grunnskólameistaratitli, en það voru Bylgja Rún Ólafsdóttir í 9. bekk, Kristín Embla Guðjónsdóttir í 7. bekk, Nikólína Bóel Ólafsdóttir í 6. bekk og Fanney Ösp Guðjónsdóttir í 5. bekk.

Í sveitaglímunni sigraði síðan sveit UÍA í flokki 13 og 14 ára stúlkna eftir jafna keppni við A og B sveit HSK. Sveitina skipuðu Bjarney Jórunn Þrastardóttir, Bryndís Steinþórsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir, en þær eru allar 13 ára.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok