Sjálfboðaliðaverkefni ÍSÍ og VMS

Í kjölfar efnahagshrunsins tóku ÍSÍ og Vinnumálastofnun höndum saman og komu á laggirnar sjálfboðaliðaverkefni, með það að markmið að virkja og styrkja einstaklinga sem eru atvinnulausir eða í skertu starfshlutfalli og beina starfskröftum þeirra til góðar verka innan Íþróttahreyfingarinnar. UÍA tekur þátt í þessu verkefni og hefur nú fengið sjálfboðaliða til starfa.

 

Lesa meira

Umsóknarfrestur í Sprett rennur út annað kvöld

Umsóknarfrestur í haustúthlutun Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa rennur út á miðnætti annað kvöld. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hér á síðunni undir Sprettur Afrekssjóður.

Meistaramót UÍA í sundi

Meistaramót UÍA í sundi fór fram nú um helgina í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 50 þátttakendur til leiks frá fjórum félögum Austra, Neista, Þristi og Þrótti. Góð stemming var á mótinu og skemmtilegt var að fylgjast með ungu og upprennandi sundfóki spreyta sig.

Lesa meira

Leiknir heimsóttur

Á dögunum sóttu, fulltrúar úr stjórn UÍA ásamt framkvæmdastjóra, Ungmennafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði heim. Leiknir mun fagna 70 ára afmæli nú í desember og óhætt er að segja að félagið beri aldurinn vel. Leiknir heldur úti kröftugu starfi í fjórum deildum þ.e. knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum og blaki. Auk þess sem félagið starfrækir glæsilegan þrek- og tækjasal í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.

 

Lesa meira

Vináttuleikur Áss og Þristar

Ungmennafélagið Ásinn mætti Ungmennafélaginu Þristi, í vináttuleik í knattspyrnu, á Brúarási síðastliðinn föstudag. Knattspyrnumennirnir voru á aldrinum 9 til 13 ára og skemmtu sér hið besta.

Lesa meira

Heimsókn til aðildarfélaga á Breiðdalsvík

Nú í vetur stefna formaður og framkvæmdastjóri UÍA á að heimsækja sem flest aðildarfélaga sinna með það að markmiði að kynnast starfsemi þeirra betur og kynna það starf og þann samstarfsvettvang sem UÍA hefur upp á að bjóða. Í síðustu viku voru Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði og Hestamannafélagið Geisli sótt heim.

Lesa meira

Frjálsíþróttaráð ræður ráðum sínum

Frjálsíþróttaráð UÍA hefur verið öflugt að undanförnu. Ráðið hittist nú á dögunum til að leggja á ráðin um frjálsíþróttastarf í vetur. Margt spennandi er framundan.

Lesa meira

Fundur um frístundastarf á Fljótsdalshéraði

Vekjum athygli á kynningarfundi um það frístundastarf sem stendur börnum á Fljótsdalshéraði til boða, á komandi vetri. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 23. september kl. 17.15-18.30 í hátíðarsal Egilsstaðaskóla.

 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ