Meistaramót UÍA í sundi

Meistaramót UÍA í sundi fer fram helgina 25.-26. september í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri. Mótið hefst kl 14 á laugardag og lýkur um kl 13 á sunnudag. Hvetjum við alla sundáhugamenn og -konur til að fjölmenna.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum: 8 ára og yngri hnokkar og hnátur, 9-10 ára hnokkar og hnátur, 11-12 ára sveinar og meyjar, 13-14 ára drengir og telpur, 15-17 ára piltar og stúlkur.

Formenn sunddeilda UÍA sjá um skráningar auk þess sem senda má skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á skrifstofu UÍA s: 4711353. Skráningarfrestur rennur út þriðjudagskvöldið 21. september kl 22:00.

Keppendur 10 ára og yngri fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki hjá 11 ára og eldri. Einnig er keppt um bikara fyrir stigahæstu einstaklinga í hverjum flokki og stigahæsta liðið. Ungmennafélagið Neisti sigraði stigabikar Meistaramóts UÍA á síðasta ári og spennandi verður á sjá hver hreppir hnossið í ár. Boðið verður upp á gistingu í Mýrinni á Neskaupsstað, kvöldverð á laugardag og morgunverð á sunnudagsmorgunn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok