Lágmörk í Úrvalshóp UÍA

Frjálsíþróttaráð UÍA hefur sett á stofn Úrvalshóp UÍA með það að markmiði að styrkja og styðja við þá iðkendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í frjálsum íþróttum. Hópurinn er ætlaður iðkendum 14 ára og eldri.

Lesa meira

Í formi á Höfn

Íþróttahátíðin Í formi verður haldin á Höfn í Hornafirði dagna 17. - 18. september næstkomandi. Á hátíðinni mæta íþróttakempur þrjátíu ára og eldri.

Lesa meira

Íslandsmet Atla staðfest

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur staðfest Íslandsmet Atla Geirs Sveirrssonar, Hetti, í sleggjukasti sem hann setti á móti sem UÍA hélt á Vilhjálmsvelli fyrir viku.

Lesa meira

Styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal í kvöld

Á Vilhjálmsvelli í kvöld verður haldinn styrktarleikur fyrir Rafn Heiðdal, knattspyrnumann frá Djúpavogi, sem í byrjun sumars greindist með illkynja æxli. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson verður á meðal leikmanna.

Lesa meira

Hrafnkell hampaði Launaflsbikarnum eftir vítakeppni – MYNDIR

Fagnað var frameftir nóttu á Breiðdalsvík eftir að leikmenn Hrafnkels Freysgoða komu heim með Launaflsbikarinn. Liðið vann hann eftir æsilegan úrslitaleik gegn Boltafélagi Norðfjarðar á Eskifjarðarvelli þar sem vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um úrslitin.

Lesa meira

Krakkamót UÍA - úrslit og myndir

Um fjörutíu þátttakendur af öllu Austurlandi, tíu ára og yngri, tóku þátt í krakkamóti frjálsíþróttaráðs UÍA sem fram fór á Vilhjálmsvelli fimmtudaginn 19. ágúst.

Lesa meira

Valinn í landsliðið í mótórkrossi

Hjálmar Jónsson, Akstursíþróttafélaginu START hefur verið valinn í íslenska landsliðið í mótórkrossi. Bæði hann og yngri bróðir hans hafa náð frábærum árangri á Íslandsmótinu í sumar.

 

Lesa meira

Skvísurnar hömpuðu VHE bikarnum - MYNDIR

Lið Skvísanna sigraði í bikarkeppni VHE og UÍA í knattspyrnu kvenna sem fram fór á Fellavelli á laugardag. Skvísurnar mættu Hettunum í tveimur leikjum, töpuðu þeim fyrri 1-2 en unnu þann seinni 3-0.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok