Meistaramót UÍA í sundi

Meistaramót UÍA í sundi fór fram nú um helgina í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 50 þátttakendur til leiks frá fjórum félögum Austra, Neista, Þristi og Þrótti. Góð stemming var á mótinu og skemmtilegt var að fylgjast með ungu og upprennandi sundfóki spreyta sig.

Á mótinu voru veitt verðlaun stigahæstu einstaklingum í hverjum flokki og voru þau Bjarni Tristan Vilbergsson, Neista og Nikolína Dís Kristjánsdóttir, Austra hlutskörpust í flokki 11-12 ára. Adrian Daníelsson, Austra og Þórunn Egilsdóttir, Þrótti sigruðu í flokkum 13-14 ára og Gabríel Örn Björgvinsson, Neista í flokki 15-17 ára. Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi sigraði í heildarstigakeppni mótsins með 580 stigum, en lið Þróttar varð í öðru sæti með 544 stig.

Framkvæmd mótsins gekk vel. UÍA fékk til liðs við sig yfirdómara og ræsi frá Sundsambandi Íslands,  þar á ferð voru hjónin Gústaf A. Hjaltason og Guðrún G. Sigurþórsdóttir en þau eru máttarstólpar í sundfélaginu Ægi í Reykjavík. Afar lærdómsríkt var að njóta fullþingis þeirra. Við þökkum þeim, og hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum, fyrir aðstoðina við framkvæmd mótsins. G Skúlason og Hótel Capitano færum við einnig bestu þakkir fyrir stuðning við mótið.

Úrslit og myndir af mótinu birtast hér á síðunni innan skamms.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok