Fundur um frístundastarf á Fljótsdalshéraði
Vekjum athygli á kynningarfundi um það frístundastarf sem stendur börnum á Fljótsdalshéraði til boða, á komandi vetri. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 23. september kl. 17.15-18.30 í hátíðarsal Egilsstaðaskóla.
Á fundinum verður miðlað upplýsingum sem menningar- og frístundafulltrúi sveitarfélagsins hefur aflað frá þeim sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn og unglinga veturinn 2010-2011. Þá munu fulltrúar frá þeim félögum og stofnunum sem bjóða slíkt mæta og veita upplýsingar um sitt starf.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Héraðsforeldrar, svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna, standa fyrir kynningarfundinum. Í kjölfar hans verða settar ítarlegar upplýsingar um frístundastarfið inn á heimasíðu sveitarfélagsins. Markmiðið er að foreldrar og forráðamenn barna og unglinga geti fundið þessar upplýsingar á einum stað.