Fundur um frístundastarf á Fljótsdalshéraði

Vekjum athygli á kynningarfundi um það frístundastarf sem stendur börnum á Fljótsdalshéraði til boða, á komandi vetri. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 23. september kl. 17.15-18.30 í hátíðarsal Egilsstaðaskóla.

 


Á fundinum verður miðlað upplýsingum sem menningar- og frístundafulltrúi sveitarfélagsins hefur aflað frá þeim sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn og unglinga veturinn 2010-2011. Þá munu fulltrúar frá þeim félögum og stofnunum sem bjóða slíkt mæta og veita upplýsingar um sitt starf.

 

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Héraðsforeldrar, svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna, standa fyrir kynningarfundinum. Í kjölfar hans verða settar ítarlegar upplýsingar um frístundastarfið inn á heimasíðu sveitarfélagsins. Markmiðið er að foreldrar og forráðamenn barna og unglinga geti fundið þessar upplýsingar á einum stað.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok