Úrvalshópur UÍA í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA, hefur komið á laggirnar Úrvalshóp UÍA í frjálsum íþróttum. Lámörk eru inn í hópinn og er hann fyrst og fremst hugsaður til að styðja við og stykja iðkendur sem skara fram úr, í frjálsum íþróttum hér eystra og efla þá til að ná enn lengra.

Lesa meira

Glímufólk UÍA gerir það gott á Meistaramóti Íslands

Glímufólk innan vébanda UÍA lagði land undir fót síðastliðna helgi og tók þátt í Meistaramóti Íslands og Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri og fyrstu umferð í Meistaramóti Íslands 16 ára og eldri. Mótin fóru fram á Selfossi og átti UÍA 22 keppendur á þeim.

Lesa meira

Skógarskokk Þristar

Gaman er að fá fréttir úr starfi aðildarfélaga UÍA. Hér kemur ein slík.

Árlegt Skógarskokk Ungmennafélagsins Þristar fór fram fyrir skemmstu. Um 50 þátttakendur komu saman í Hallormsstaðarskógi og nutu útivistar og hreyfingar saman.

Lesa meira

Sambandsráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum

37. Sambandsráðsfundur UMFÍ fór fram á Egilsstöðum 16. október síðastliðinn. Þar var meðal annars undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og UÍA um framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fara mun fram á Egilsstöðum næsta sumar.

Lesa meira

Geðhlaup og geðganga

Vekjum athygli á að laugardaginn 9. október fara fram á Egilsstöðum, Geðhlaup og Geðganga,  í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.  Skráning hefst kl 13.00 við Níuna Miðvangi 1-3 og hefjast hlaup og ganga kl 13.30. Hvetjum alla til að taka þátt og hreyfa sig sér til gangs og gleði.

Lesa meira

Fjör í frjálsum, MYNDIR

Frjálsíþróttaráð UÍA stóð fyrir sameiginlegri UÍA æfingu í frjálsum íþróttum 9. október síðastliðinn í íþróttahöllinni á Reyðarfirði.

Mæting var góð og mikið líf og fjör eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Vonandi verður þetta fyrsta æfingin af mörgum slíkum.

 

Sambandsráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum

Fulltrúar aðildarfélaga UMFÍ flykkjast nú austur á 37. Sambandsráðsfund UMFÍ sem fer fram á Egilsstöðum um helgina.

Á fundinum verður meðal annars undirritaður samstarfssamningur UMFÍ og UÍA um framkvæmd Unglingalandsmóts 2011 og mótið kynnt fundarmönnum.

Fjör í frjálsum

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir opinni frjálsíþróttaæfingu í höllinni á Reyðarfirði laugardaginn 9. október kl 10:00-13:00. Æfingin er ætluð öllum 10 ára og eldri sem áhuga hafa á íþróttinni. Lovísa Hreinsdóttir og Mekkin Bjarnadóttir sem stjórna frjálsíþróttaæfingum Hattar og fara með formennsku í frjálsíþróttaráði hafa umsjón með æfingunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok