Stigameistarar krýndir á seinasta greinamótinu - Úrslit og myndir

Þriðja og seinasta mótið í stigakeppni frjálsíþróttaráðs UÍA var haldið á Vilhjálmsveli í gærkvöldi. Keppendur voru um þrjátíu talsins, þar af kom um helmingur frá Eyjafjarðarliðunum UMSE og UFA. Keppt var í sleggjukasti, stökkum og 1000 metra boðhlaupi. Víða varð mjótt á munum í lokakeppninni.

 

Lesa meira

BN og Hrafnkell leika til úrslita

Boltafélag Norðfjarðar og Hrafnkell Freysgoði mætast á sunnudagskvöld í úrslitaleik bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu. Leikurinn verður á Eskifjarðarvelli klukkan 19:00.

Lesa meira

Fram í 100 ár

Eitt hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Fram í Hjaltastaðaþingá var fagnað í gær með samkomu við félagsheimilið Hjaltalund. Félagið var á sínum tíma drífandi við byggingu heimilisins, íþróttaaðstöðu þar í kring og hefur síðan lagt rækt við umhverfi staðarins.

Lesa meira

Góður árangur á Akureyrarmóti

Þriggja manna lið UÍA varð í fjórða sæti á Akureyrarmóti í frjalsum íþróttum sem fram fór fyrir skemmstu. Bræðurnir Atli og Daði Fannar Sverrssyni mynduðu liðið ásamt Mikael Mána Freyssyni.

Lesa meira

Krakkamót í frjálsum

UÍA stendur fyrir móti fyrir iðkendur 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli kl. 17:00 fimmtudaginn 19. ágúst.

Lesa meira

Ný stjórn UMF Ássins

Ný stjórn Ássins. Frá vinstri: Margrét Dögg, Elín Adda, Eiríkur Þorri og Gunnþór. Á myndina vantar Elínu Káradóttur.Kynslóðaskipti urðu í stjórn UMF Ássins sem var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Brúarásskóla í gær. Eiríkur Þorri Einarsson er nýr formaður félagsins.

Lesa meira

VHE bikarinn í knattspyrnu kvenna

Bikarkeppni VHE og UÍA í knattspyrnu kvenna fer fram á Fellavelli laugardaginn 14. ágúst klukkan 12:00. Keppt verður í sjö manna liðum.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok