Sjálfboðaliðaverkefni ÍSÍ og VMS

Í kjölfar efnahagshrunsins tóku ÍSÍ og Vinnumálastofnun höndum saman og komu á laggirnar sjálfboðaliðaverkefni, með það að markmið að virkja og styrkja einstaklinga sem eru atvinnulausir eða í skertu starfshlutfalli og beina starfskröftum þeirra til góðar verka innan Íþróttahreyfingarinnar. UÍA tekur þátt í þessu verkefni og hefur nú fengið sjálfboðaliða til starfa.

 

Elwira Wojtowicz mun leggja UÍA lið við að skanna inn myndasafn sambandsins og er þar ærið verk fyrir höndum en mikið er til af myndum úr tæplega 70 ára sögu félagsins. Fyrir tilstilli Elwiru og sjálfboðaliðaverkefnisins komast þessar myndir nú vonandi á stafrænt form. Hér til hliðar má sjá mynd af Elwiru niðursokkinni í störf sín.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok