Leiknir heimsóttur

Á dögunum sóttu, fulltrúar úr stjórn UÍA ásamt framkvæmdastjóra, Ungmennafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði heim. Leiknir mun fagna 70 ára afmæli nú í desember og óhætt er að segja að félagið beri aldurinn vel. Leiknir heldur úti kröftugu starfi í fjórum deildum þ.e. knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum og blaki. Auk þess sem félagið starfrækir glæsilegan þrek- og tækjasal í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.

 

Að sögn stjórnarmanna Leiknis standa Fáskrúðsfirðingar vörð um félagið sitt og eru íbúar sem og fyrirtæki á staðnum jafnan boðin og búin til að leggja sitt af mörkum til starfs þess.  Afar ánægjulegt er að sjá slíka samheldni sem leggur grunn að góðu starfi. Þökkum við stjórn Leiknis ánægjulega kvöldstund og óskum þeim áframhaldandi velfarnaðar.

 

Hêr til hliðar má sjá mynd af fundarmönnum talið frá vinstri: Gunnar Geirsson (stjórn Leiknis), Ólafur Atli Sigurðsson (stjórn Leiknis), Bylgja Þráinsdóttir (stjórn Leiknis), Berglind Agnarsdóttir (stjórn UÍA), Elín Rán Björnsdóttir (formaður UÍA), Hafdís Rut Pálsdóttir (stjórn Leiknis), Gunnar Jónsson (stjórn UÍA) og Steinn Jónasson (formaður Leiknis).

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok