Fyrra Greinamót vetrarins, í frjálsum íþróttum fór fram síðastliðinn föstudag í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Alls tóku 13 keppendur frá 5 félögum þátt, en Höttur, Þristur, Valur, Austri og Ásinn áttu fulltrúa á staðnum. Keppt var í flokkum 11 ára og eldri í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki. Keppendur stóðu sig alla jafna vel og létu kuldann í höllinni ekki á sig fá.
Í Fjarðabyggð er mikið og gott samstarf milli félaga í knattspyrnu eins og eftirfarandi frétt frá forráðamönnum yngri flokka ráðs Fjarðarbyggðar í knattspyrnu ber vitni um.
Yngri flokkar Fjarðabyggðar stóðu fyrir knattspyrnuakademíu í samstarfi við Tandraberg í Fjarðabyggðarhöllinni núna 20. og 21. nóvember. Þátttakendur voru vel á annað hundrað og skemmtu þeir sér allir mjög vel.
Vekjum athygli á fyrirlestri Stefáns Ôlafssonar, sjúkraþjálfara um forvarnar-, styrktar-, og færniþjálfun íþróttafólks á öllum aldri, sem fram fer laugardaginn 20. nóvember í hátíðarsal Grunnskólans á Egilsstöðum frá kl 11-13.
Alltaf er gaman að fá fréttir af því góða starfi sem unnið er innan aðildarfélaga UÍA, hér er ein slík frá Hetti.
Þann 22 nóvember 2010 undirrituðu Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla og Davíð Þór Siguarðarson, formaður Hattar samning þess efnist að nemendur 9. og 10. bekkjar Egilsstaðaskóla fá metið hluta af vali þáttöku sinnar í skipulögðu íþróttastarfi á vegum Hattar.
Silfurleikar ÍR fóru fram síðastliðinn laugardag í Laugardalshöllinni, en mótið er haldið árlega til minningar um frækilegt afrek og silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne 1956. Mótið var ætlað keppendum 16 ára og yngri og mættu á sjötta hundrað keppendur frá 23 félögum til leiks. UÍA átti þrjá keppendur á leikunum þau Daða Fannar Sverrisson, Erlu Gunnlaugsdóttur og Mikael Mána Freysson. Þau stóðu sig afar vel og nældu samtals í sjö verðlaun.
Bikarmót UÍA í sundi fór fram í sundlauginni á Djúpavogi síðastliðinn laugardag. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 90 þátttakendur, frá 5 félögum, til leiks. Mótið var í alla staði skemmtilegt og margir ungir og upprennandi sundkappar þreyttu þar frumraun sína.
Minnum á Greinamót UÍA í frjálsum íþróttum á morgunn, föstudaginn 26. nóvember kl 17.30. í Fjarðahöllinni Reyðarfirði. Mæting og upphitun eru kl 17.00.
Keppt verður í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki.
Síðastliðinn föstudag hélt UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð og Mennta- og menningarmálaráðuneytið málþingið Þátttaka er lífsstíll Ungt fólk á Austurlandi.