Frjálsíþróttaráð ræður ráðum sínum
Frjálsíþróttaráð UÍA hefur verið öflugt að undanförnu. Ráðið hittist nú á dögunum til að leggja á ráðin um frjálsíþróttastarf í vetur. Margt spennandi er framundan.
Sem dæmi um viðburði sem fyrirhugaðir eru í vetur má nefna Greinamót UÍA sem verða með svipuðu sniði og voru í sumar, Meistaramót UÍA fyrir yngri og eldri flokka verður á sínum stað, Úrvalshópur UÍA í frjálsum mun hittast og æfa saman og boðið verður uppá opnar UÍA frjálsíþróttaæfingar fyrir 10 ára og eldri. Fyrsta slíka æfingin verður í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði 9. október kl 10.00.
Hér til hliðar má sjá mynd af fundi frjálsíþróttaráðs og hér sjást (talið frá vinstri) Mekkin Guðrún Bjarnadóttir fulltrúi Hattar, Lovísa Hreinsdóttir fulltrúi Hattar, en þær fara saman með formennsku í ráðinu, Eiríkur Þorri Einarsson formaður og fulltrúi Ássins og Jóney Jónsdóttir formaður og fulltrúi Hattar, ef vel er að gáð má sjá að Lovísa heldur á fundarsíma, en þar var á línunni Sóley Birgisdóttir formaður og fulltrúi Neista á Djúpavogi. Á myndina vantar Hildi Bergsdóttur formann og fulltrúa Þristar og Grétu Björg Ólafsdóttur frá Leikni.