Bangsamót Sunddeildar Hattar

Alltaf er skemmtilegt að fá fregnir úr starfi aðildarfélaganna og hér kemur ein slík.

Sunddeild Hattar stóð fyrir æfingamót fyrir iðkendur sína síðastliðinn fimmtudag. Mótið var nokkurskonar uppskerumót eftir æfingar haustsins og stóðu krakkarnir sig vel.

Lesa meira

Körfuboltaráði komið á laggirnar

Áhugamenn um körfubolta komu til fundar við framkvæmdastjóra UÍA, fyrir skemmstu og ræddu möguleika á samstarfi við útbreiðslu körfuboltastarfs á Austurlandi. Ákveðið var að stofna innan UÍA körfuboltaráð, sem hafi það að markmiði að kynna og styðja við körfuboltastarf á sambandssvæðinu.

Lesa meira

Úrvalshópur UÍA fræðist um hugarþjálfun

Úrvalshópur UÍA í frjálsum íþróttum hittist í gærkvöldi og átti notalega kvöldstund. Hreinn Halldórsson, kúluvarpari með meiru, kom og ræddi við hópinn um gildi hugarþjálfunar. Hreinn rifjaði auk þess upp  minningar af íþróttaferli sínum og sýndi hópnum gamlar blaðaúrklippur frá þeim tíma. Þökkum við Hreini fyrir afar fræðandi og ánægjulegt kvöld.

Ungmennaráð fundar

Ungmennaráð kom saman til fundar í dag. Jónas Þór Jóhannsson skemmtanastjóri Unglingalandsmóts fundaði með ráðinu.

Lesa meira

Ný sending af UÍA peysum loksins komin

Nýkomin sending af UÍA peysur hettupeysum, í stærðum 152,164,170,186, xl og xxl. Hægt að panta aðrar stærðir. Einnig eru til hettulausar peysur í ýmsum stærðum, buxur og UÍA bolir.

Lesa meira

HSK 100 ára

Héraðssambandið Skarphéðinn fagnar 100 ára afmæli nú í ár. Af því tilefni kom Gunnar Gunnarsson færandi hendi á formannafund ÍSÍ, sem haldinn var á dögunum, og afhenti Guðríði Aadnegard formanni HSK mynd af Snæfelli, eftir Vilhjálm okkar Einarsson.  Kunni Guðríður vel að meta og sendi sínar bestu kveðjur og þakkir austur.

Erna Friðriksdóttir íþróttakona ÍF 2010

Íþróttasamband fatlaðra útnefndi fyrir skemmstu íþróttamann og -konu ársins 2010. Erna okkar Friðriksdóttir skíðakona hlaut sæmdartitilinn íþróttakona ÍF árið 2010.  Erna var fyrst íslenskra kvenna til að öðlast þátttökurétt á Vetrarólympíuleikum fatlaðra, en hún keppti fyrir Íslands hönd á síðustu leikum sem fram fóru í Vancouver í Kanda í mars síðastliðnum.

Lesa meira

Ný sending af UÍA peysum loksins komin

Var að fá nýjar UÍA peysur hettupeysur í hús í stærðum 152,164,170,186, xl og xxl. Hægt að panta aðrar stærðir. Einnig eru til hettulausar peysur í ýmsum stærðum, buxur og UÍA bolir.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ