Knattspyrnuakademía Tandrabergs

Í Fjarðabyggð er mikið og gott samstarf milli félaga í knattspyrnu eins og eftirfarandi frétt frá forráðamönnum  yngri flokka ráðs Fjarðarbyggðar í knattspyrnu ber vitni um.

Yngri flokkar Fjarðabyggðar stóðu fyrir knattspyrnuakademíu í samstarfi við Tandraberg í Fjarðabyggðarhöllinni núna 20. og 21. nóvember. Þátttakendur voru vel á annað hundrað og skemmtu þeir sér allir mjög vel.

 

Fjöldi þjálfara og annara sjálfboðaliða komu að þessum viðburði og má þar helsta nefna þjálfarana Ólaf Jóhannesson landsliðseinvald og Þorvald Örlygsson þjálfara Fram. Þjálfarar úr Fjarðabyggð unnu mikið og gott starf en þeir skipulögðu æfingarnar á samt þjálfurum annarsstaðar af Austurlandi s.s. frá Hetti. Einnig heimsótti Gunnar Jarl Jónsson, besti dómari Pepsídeildar karla okkur og hélt erindi fyrir krakkana.

Sjálfboðaliðastarf er ómetanlegur þáttur í þessu öllu saman. Fjöldi foreldra úr Fjarðabyggð aðstoðuðu okkur við að fæða liðið og að vakta svæðið yfir nótina en elstu krökkunum var boðið upp á gistingu í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Á laugardagskvöldinu sá svo “meistari” Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Reyðarfjarðar um að skipuleggja kvöldvöku fyrir okkur og stóð hann sig vel eins og von var á.

Tandraberg hefur styrkt okkur síðustu tvær akademíur og þeir sérstakar þakkir skyldar fyrir sinn þátt í að gera okkur þetta kleift. Einnig komu önnur fyrirtæki að þessu með okkur eins og Lostæti sem sá um matinn, Vífilfell sem sá um drykkina, Fellabakarí sem sá um brauðið og Samkaup sem sá um að redda okkur ávöxtum og öllu hinu sem útaf stóð.

Yngriflokkaráð Fjarðabyggðar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessu kærlega fyrir samstarfið og ekki síst þessum frábæru og upprennandi fótboltastjönum fyrir komuna.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok