Ungmennaráð fundar

Ungmennaráð kom saman til fundar í dag. Jónas Þór Jóhannsson skemmtanastjóri Unglingalandsmóts fundaði með ráðinu.

Vel fór á með unga fólkinu og Jónasi enda sá síðarnefndi síungur í anda. Markmið fundarins var fyrst og fremst að ræða hugmyndir ungmennaráðs að skemmtidagskrá á ULM. Það er skemmst frá því að segja að ráðið lumaði á mörgum skemmtilegum tillögum fyrir ULM og ljóst að Unglingalandsmótsgestir eiga von á góðu.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ungmennaráð ásamt Jônasi.

Efri röð frá vinstri: Helena Kristín Gunnarsdóttir frá Neskaupsstað, Jóhann Atli Hafliðason frá Djúpavogi og Brynjar Gauti Snorrason frá Egilsstöðum. Jónas Þór Jóhannsson situr svo fyrir miðri mynd. Á myndina vantar Sólveigu Helgu Hjarðar sem á sæti í Ungmennaráði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok