Bangsamót Sunddeildar Hattar
Alltaf er skemmtilegt að fá fregnir úr starfi aðildarfélaganna og hér kemur ein slík.
Sunddeild Hattar stóð fyrir æfingamót fyrir iðkendur sína síðastliðinn fimmtudag. Mótið var nokkurskonar uppskerumót eftir æfingar haustsins og stóðu krakkarnir sig vel.
Lögð var áhersla á lengri vegalengdir og var keppt í 50 m og 100 m skriðsundi hjá 7 ára og yngri, 200 m og 400 m skriðsundi hjá 8-10 ára og 400 m og 800 m skriðsundi hjá 11 ára og eldri. Allir keppendur á mótinu fengu sundhettur merktar Hetti í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna en hlutskörpustu keppendur í hverjum flokki fengu bangsa að launum.
Myndir af mótinu má sjá hér