Frjálsar íþróttir í fimbulkulda

Fyrra Greinamót vetrarins, í frjálsum íþróttum fór fram síðastliðinn föstudag í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Alls tóku 13 keppendur frá 5 félögum þátt, en Höttur, Þristur, Valur, Austri og Ásinn áttu fulltrúa á staðnum. Keppt var í flokkum 11 ára og eldri í 60  m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki. Keppendur stóðu sig alla jafna vel og létu kuldann í höllinni ekki á sig fá.

Mótið er stigamót þar sem hlutskarpasti keppandi í hverjum flokki og hverri grein fær 6 stig, sá sem hafnar i öðru sæti 5 stig og svo koll af kolli. Síðar í vetur verður annað greinamót sem þetta og ráðast úrslit í stigakeppni að því loknu.

Staðan í stigakeppninni að loknu einu móti er þessi:

11-12 ára stelpur

Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti 24 stig

Sara Kolodziejczyk, Hetti 20 stig.

11-12 ára strákar

Mikael Máni Freysson, Þristi 24 stig

Atli Pá?mar Snorrason, Hetti 20 stig

13-14 ára telpur

Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti 12 stig

Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir, Ásnum 5 stig

13-14 ára piltar

Einar Bessi Þórólfsson, Þristi 24 stig

Sigurður Karl Benediktsson, Þristi Blöndal 18 stig

Jônas Bragi Hallgrímsson, Þristi 14 stig

Benjamín Árnason, Val 3 stíg

15-16 ára meyjar

Erla Gunnlaugsdóttir, Hetti 24 stig

Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Hetti 20 stig

15-16 ára sveinar

Snæþór Ingi Jósepsson, Austra, 24 stig.

Úrslit mótsins má sjá hér

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok