Greinamót UÍA í frjálsum á morgunn

Minnum á Greinamót UÍA í frjálsum íþróttum á morgunn, föstudaginn 26. nóvember kl 17.30. í Fjarðahöllinni Reyðarfirði. Mæting og upphitun eru kl 17.00.

Keppt verður í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki.

 

Athugið að mótið er annað af tveimur greinamótum vetrarins og bæði mótin telja til stiga, þar sem sigurvegari í hverri grein fær 6 stig, annað sæti 5 stig og svo koll af kolli.  Eftir seinna greinamótið verða veitt verðlaun stigahæsta einstaklingi í hverjum flokki. Keppendur fæddir árið 2000 eru því velkomnir til leiks á mótið á morgunn, enda verða þeir komnir með aldur til að keppa á seinna greinamótinu sem fer fram síðar í vetur.

Við minnum keppendur á að tartanbrautir eru í höllinni og því gott að taka gaddaskóna með, bendum líka á að gott er að klæða sig vel því kalt er í höllinni. Keppnisgjöld eru 500 kr á þátttakenda óháð greinafjölda.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok