Erna Friðriksdóttir íþróttakona ÍF 2010

Íþróttasamband fatlaðra útnefndi fyrir skemmstu íþróttamann og -konu ársins 2010. Erna okkar Friðriksdóttir skíðakona hlaut sæmdartitilinn íþróttakona ÍF árið 2010.  Erna var fyrst íslenskra kvenna til að öðlast þátttökurétt á Vetrarólympíuleikum fatlaðra, en hún keppti fyrir Íslands hönd á síðustu leikum sem fram fóru í Vancouver í Kanda í mars síðastliðnum.

 

Erna er nú við æfingar í Winter Park i Colorado í Bandaríkjunum og tók faðir hennar Friðrik Guðmundsson við verðlaunum fyrir hennar hönd. Erna heldur úti heimasíðu þar sem fylgjast má með lífi hennar ytra.

Íþróttamaður ÍF 2010 var valinn Jôn Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni, en hann setti alls 19 Íslandsmet á árinu.

UÍA óskar þeim báðum hjartanlega til hamingju með útnefningarnar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok