Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum 11 ára og eldri

Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum fer fram í Fjarðabyggðahöllinni Reyðarfirði laugardaginn 15. janúar næstkomandi og er mótið ætlað 11 ára og eldri. Mótið hefst kl 11 en húsið opnar kl 10 og geta keppendur hafið upphitun þá.

Keppt verður í langstökki, hástökki, 60 m spretthlaupi, kúluvarpi og hringhlaupi í flokkum stráka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Skráning fer fram í mótaforriti FRÎ en einnig má senda skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 1500 kr á keppenda óháð greinafjölda.

Lesa meira

Erna nældi sér í tvö brons í Colorado

Skíðakonan knáa, Erna Friðriksdóttir, nældi sér í tvenn bronsverðlaun á mótaröðinni Ski Spectacular Copper Mountain 2010. Í stórsvigi hafnaði Erna í þríðja og fjórða sæti og í svigi féll hún úr keppni á fyrra mótinu en varð þriðja á því síðara.

Lesa meira

Góð stemming á glímumóti

Fjórðungsglíma Austurlands - keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2010.

Tuttugu og þrír keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mikil og skemmtileg stemming var í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði þar sem áhorfendur fylltu áhorfendastúkuna. Mikið var klappað fyrir keppendum og þeir ákaft hvattir áfram.

Lesa meira

Ný stjórn tekur til starfa hjá Þrótti

Aðalfundur Þróttar fór fram milli jóla og nýárs. Þar var kosin ný stjórn og hana skipa: Stefán Már Guðmundsson formaður, Eysteinn Kristinsson gjaldkeri og Guðlaug Ragnarsdóttir ritari.

Að aðalfundi loknum var síðan Sveinn Fannar Sæmundsson knattspyrnumaður KFF krýndur íþróttamaður Þróttar fyrir árið 2010.

Óskum við nýrri stjórn velfarnaðar í starfi og Sveini Fannari til hamingju með tiltlana tvo.

Gleðilegt Unglingalandsmóts ár.

Gleðilegt ár!

Árið 2011 mun bera margt spennandi í skauti sér og hlökkum við til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á árinu. Til viðbótar við árlegt og hefðbundið mótahald og viðburði mun UÍA sjá um framkvæmd Unglingalandsmóts um Verslunarmannahelgina. UÍA fagnar auk þess 70 ára afmæli á árinu.

Við þökkum, aðildarfélögum okkar, samstarfsaðilum og öllum þeim sem stutt hafa við starfið okkar með einum eða öðrum hætti, kærlega fyrir liðið ár. Hlökkum til áframhaldandi farsæls og skemmtilegs samstarfs á nýju ári.

Fjórðungsglíma Austurlands

Vekjum athygli á að Fjórðungsglíma Austurlands, baráttan um Aðalsteinsbikarinn verður háð í íþróttahúsinu á Reyðarfirði, mánudaginn 27. desember kl 16.00-18.00.

Lesa meira

Austfirskar blakkonur leggja land undir fót

Fjórar blakkonur frá Blakdeild Þróttar í Neskaupsstað halda innan skamms til Lúxemborgar með íslenska kvennalandsliðinu í blaki.
Þær Helena Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Salín Þórhallsdóttir, Miglena Apostolova og Zaharina Filipova mun leika með íslenska liðinu, en það keppir það á boðsmótinu Novotel Cup dagana 7.-9. janúar.

Lesa meira

Sveinn Fannar íþróttamaður Fjarðabyggðar

Sveinn Fannar Sæmundsson, knattspyrnumaður úr Neskaupstað, var í gær útnefndur íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2010. Sveinn Fannar er fæddur árið 1993 en á að baki verkefni með U-19 ára landsliði Íslands.

Lesa meira

Jólakveðja frá UÍA

Til yndis á alla skín sólin,

okkar hér heimsins um bólin.

Óskum þess við

að öll fáið þið,

frá UÍA gleðileg jólin.

JÞJ

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok