Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum 11 ára og eldri

Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum fer fram í Fjarðabyggðahöllinni Reyðarfirði laugardaginn 15. janúar næstkomandi og er mótið ætlað 11 ára og eldri. Mótið hefst kl 11 en húsið opnar kl 10 og geta keppendur hafið upphitun þá.

Keppt verður í langstökki, hástökki, 60 m spretthlaupi, kúluvarpi og hringhlaupi í flokkum stráka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Skráning fer fram í mótaforriti FRÎ en einnig má senda skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 1500 kr á keppenda óháð greinafjölda.

Árangur á Meistaramóti UÍA verður hafður til hliðsjónar þegar valdir verða keppendur til að fara á Meistaramót Íslands en þau fara fram í Laugardalshöll . 29.-30. janúar fyrir 15-22 ára og 26.-27. febrúar fyrir 11-14 ára.

Einnig er vert að minn á lámörk fyrir 14 ára og lágmörk fyrir 15-16 ára inní Úrvalshóp UÍA en tilvalið er að spreyta sig við þau á mótinu. Úrvalshópurinn er ætlaður 14 ára og eldri en nái keppandi sem er 13 ára  lágmörkum sem sett eru fyrir 14 ára er sá hinn sami gjaldgengur inní hópinn.

Hvetjum alla sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum eða langar að kynnast íþróttinni betur að mæta til leiks.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok