Góð stemming á glímumóti
Fjórðungsglíma Austurlands - keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2010.
Tuttugu og þrír keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mikil og skemmtileg stemming var í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði þar sem áhorfendur fylltu áhorfendastúkuna. Mikið var klappað fyrir keppendum og þeir ákaft hvattir áfram.
Baráttan var mikil um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarainn, en hann er gefinn í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar fjörugar og skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2010.
Stelpur 10-12 ára: Bylgja Rún Ólafsdóttir
Strákar 10-12 ára: Haraldur Eggert Ómarsson
Stúlkur 13-15 ára: Eva Dögg Jóhannsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir
Piltar 13-15 ára: Patrekur Trostan Stefánsson
Konur: Þuríður Lillý Sigurðardóttir
Karlar: Ásmundur Hálfdán Ásmundsson.
Myndir af mótinu má finna hér
Nánari úrslit má finna á síðu Glímusambandsins innan tíðar.