Úr vöndu að ráða í myndasamkeppni
Dómnefndin í myndasamkeppni UÍA hafði úr vöndu að ráða. Yfir 200 teikningar frá austfirskum grunnskólabörnum bárust í keppnina.
Dómnefndin í myndasamkeppni UÍA hafði úr vöndu að ráða. Yfir 200 teikningar frá austfirskum grunnskólabörnum bárust í keppnina.
Höttur og Samkaup undirrituðu nýverið samstarfssamning sem gerir það að verkum að Samkaup verður einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs Hattar.
Blakkonur úr Þrótti Neskaupstað mynda uppistöðuna í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Liechtenstein.
Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmenn úr 10. flokki Hattar, léku með íslenska U-16 ára landsliðinu til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn um helgina.
Gönguhátíðin Á Víknaslóðum verður haldin á Borgarfirði eystri um hvítasunnuhelgina. Inn á milli gangna verður boðið upp á létta afþreyingardagskrá.
Síðastliðinn laugardag fóru fram Víðavangshlaup og Sprettsundmót UÍA á Hallormsstað og sá UMF Þristur um framkvæmd viðburðanna.
Kajakklúbburinn Kaj stendur fyrir sínu árlega sjókajakmóti sem kennt er við Egil Rauða um hvítasunnuhelgina. Í boði á mótinum, sem er bæði fyrir byrjendur sem lengra komna, verða ýmis kajaknámskeið, æfingar í sjó og sundlaug, róðrarferðir, fyrirlestrar, sprettróður, veltukeppni og reipafimi.
Skotmót fór fram á skotsvæði SKAUST í Þuríðarstaðadal í blíðskaparveðri á laugardag. Keppt var í 3 flokkum á 100 og 200 metra færum.
Laugardaginn 4. júní verður dómaranámskeið FRÍ á Egilsstöðum. Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Egilsstöðum og stendur frá 12-17.30.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.