Þrír keppendur UÍA á Smáþjóðaleikunum

Blakkonur úr Þrótti Neskaupstað mynda uppistöðuna í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Liechtenstein.


Frá Þrótti koma þær Helena Kristín Gunnarsdóttir, Miglena Apostolova og Zharina Filipova auk þjálfrans Apostol Apostolov. Þróttarar geta einnig slegið eign sinni á þær Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, Velinu Aposto og Steinunni Helgu Björgólfsdóttur sem leika með UiS í Noregi og HK í Kópavogi.

Liðið hóf keppni á mánudag og leikur sinni síðasta leik í dag klukkan 14:00 gegn Kýpverjum. Íslenska liðið hefur tapað öllum sínum leikjum en það kýpverska unnið alla. Ljóst er því að við rammann reip verður að draga.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok