Knattspyrnumót Sumarhátíðar

 

Knattspyrnumót Sumarhátíðar fer fram á Fellavelli laugardaginn 9. júlí næstkomandi. Boðið verður upp á keppni í blönduðum liðum í sjötta, sjöunda og áttunda flokki. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.

 

Lesa meira

Samkaupamótið í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð 2011

Opnað hefur verið skráningu í Samkaupamótið í frjálsum íþróttum á Sumarhátíð 2011. Keppnin í frjálsum nær yfir þrjá daga, 15 ára og eldri keppa seinni part föstudagsins 9. júlí, 11-14 ára keppa laugardag og sunnudag og 10 ára og yngri á sunnudag.

Lesa meira

UÍA samæfing í frjálsum íþróttum

Miðvikudaginn 6. júlí efnir UÍA til samæfingar í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli. Hefst æfingin kl 17 og lýkur kl 19. Þar gefst öllum krökkum sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum tækifæri á að spreyta sig í hinum ýmsu greinum undir leiðsögn þjálfara á svæðinu.

Lesa meira

UÍA hópur á MÍ 11-14 ára í Vík

 

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram í Vík í Mýrdal síðastliðna helgi. UÍA átti þar sjö keppendur sem stóðu sig með prýði. Bestum árangri  náði Leiknismaðurinn knái Daði Þór Jóhannsson hafnaði í öðru sæti í 800 m hlaupi og í þriðja sæti í 60 m hlaupi í flokki 11 ára stráka. Nokkrir UÍA keppendur komust í úrslit og voru hársbreidd frá verðlaunasæti. Margir bættu árangur sinn verulega.

Lesa meira

Dagskrá Sumarhátíðar 2011

Sumarhátíð UÍA verður haldin á Fljótsdalshéraði dagana 8. - 10. júlí. Dagskráin er glæsileg enda sambandið 70 ára í ár.

Lesa meira

Afmælisterta á formannafundi

Afmælisterta frá Fellabakaríi var á boðstólnum á formannafundi UÍA sem haldinn var á Egilsstöðum í gær í tilefni 70 ára afmælis sambandsins. Á fundinum voru helstu verkefni sumarsins rædd.

 

Lesa meira

Hvað á hreindýrið að heita?

Stjórn UÍA hefur ákveðið að láta gera lukkudýr fyrir sambandið. Dýrið verður formlega kynnt á Sumarhátíðinni þann 9. júlí. Af því tilefni gengst UÍA fyrir samkeppni um nafn á dýrið.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ