Stefán Berg íþróttamaður Ássins 2012

 

Þann 4.jan hélt UMF Ásinn, í samstarfi við Brúarásskóla og fleiri aðila, þrettándagleði sína. Þar fengu 28  krakkar og unglingar viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í starfi félagsins. Einnig var endurvakin sú hefð að heiðra íþróttamann ársins, en það var síðast gert árið 2003. Auk þess voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2012.

Lesa meira

Hestafólk Blæs 2012

Á gamlársdag 2012 tilnefndi Hestamannafélagið Blær Hestafólk félagsins árið 2012.

Hestamaður Blæs 2012 er Dagur Mar Sigurðsson og hestakona Blæs 2012 er Hrönn Hilmarsdóttir.

Lesa meira

Þristur býður upp í dans.

Nú þegar tími þorrablótanna er að renna upp er tilvalið að dusta rykið af dansskónum og rifja upp sporin til að vera nú örugglega til í tuskið þegar stóra stundin rennur upp. UMF Þristur býður af þessu tilefni upp á dansstund sunnudaginn 20. janúar frá kl 10-13 í íþróttahúsinu á Hallormsstað. Dansstundin er öllum opin og engin þörf á að þátttakendur tengist Þristinum.

Lesa meira

Styrktarsamningur milli Hattar og Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður deildanna.

Lesa meira

Sex milljónir rötuðu austur úr ferðasjóði ÍSÍ

 

Nýverið kom út samantekt sem ÍSÍ gerði fyrir Menntamálaráðuneytið og inniheldur yfirlit yfir úthlutanir úr Ferðasjóði ÍSÍ ferðaárið 2011. Niðurstöður eru um margt markverðar.

UÍA og aðildarfélög fengu tæpum sex milljónum úthlutað úr ferðasjóðnum árið 2011. Íþróttafélögin Höttur á Egilsstöðum og Þróttur í Neskaupstað eru meðal þeirra einstöku félaga sem mest fengu.

Lesa meira

Elvar Þór íþróttamaður Hattar 2012

Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var valinn íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á sunnudagskvöld.

Lesa meira

Síðasti dagur til að sækja um í ferðasjóð ÍSÍ

Nú líður að lokum skilafrests umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga.  Síðasti skiladagur umsókna er í dag, mánudaginn 7. janúar.  Umsóknarsvæðið verður opið til miðnættis og hægt að sækja rafrænt um á heimasíðu ÍSÍ.

Öll íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til að sækja um styrk í sjóðinn vegna keppnisferða ársins 2012.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok