Brettakennsla í Stafdal
Laugardaginn 5. janúar kl 13.30 - 15.00 verður brettakennari í Stafdal. Hann mun fara yfir grunnatriði við svig og stökk og fleira. Námskeiðið er ekki fyrir algjöra byrjendur, heldur þá sem geta bjargað sér sjálfir upp og niður.
Kennslan kostar 1000 kr og greiða menn kennara á staðnum þegar þeir hitta hann við lyftuskúrinn kl 13.30.
Krakkar sem æfa skíði hjá skíðafélaginu greiða 500 kr fyrir námskeiðið.
Kennari er Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson frá Seyðisfirði.
Laugardaginn 12. janúar er fyrirhugað að halda byrjendanámskeið á brettum með sama fyrirkomulagi.