Þristur býður upp í dans.
Nú þegar tími þorrablótanna er að renna upp er tilvalið að dusta rykið af dansskónum og rifja upp sporin til að vera nú örugglega til í tuskið þegar stóra stundin rennur upp. UMF Þristur býður af þessu tilefni upp á dansstund sunnudaginn 20. janúar frá kl 10-13 í íþróttahúsinu á Hallormsstað. Dansstundin er öllum opin og engin þörf á að þátttakendur tengist Þristinum.
Það eru hjónin fótafimu Michelle Lynn Mielnik og Bjarki Sigurðarson sem hafa veg og vanda að stundinni. Dansstundin er hugsuð fyrir fólk á öllum aldri og engin skylda að kunna að dansa, bara að hafa gaman af því að reyna. Á dagskránni verða ýmiskonar samkvæmisdansar, gömlu dansarnir og sitt hvað fleira. Þátttökugjald er 500 kr fyrir 12 ára og eldri, en yngri þátttakendur fá frítt. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að senda tölvupóst þess efnis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 18, miðvikudaginn 16. janúar, eða tilkynna þátttöku í síma 4621552.