Þorbjörg Ólöf íþróttamaður Fjarðabyggðar

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2012 en verðlaunin voru afhent í síðustu viku. Þorbjörg hefur lengi verið lykilmaður í Þróttarliðinu sem náði ágætum árangri í fyrra.

Liðið lék til úrslita um Íslands- og bikarmeistaratitlana en tapaði fyrir Aftureldingu. Árangurinn þykir þó góður í ljósi mikilla breytinga sem urðu á liðinu. Þá var hún valin frelsingi ársins í fyrstu deild kvenna.

Eftirtaldir einstaklingar voru tilnefndir til íþróttamanns Fjarðabyggðar árið 2012

Arnar Freyr Jónsson, kylfingur úr Golfklúbbi Norðfjarðar

Aron Gauti Magnússon, knattspyrnumaður frá Austra Eskifirði

Hrönn Hilmarsdóttir, knapi úr Blæ Norðfirði

Óðinn Ómarsson, knattspyrnumaður frá  Leikni Fáskrúðsfirði

Rakel Dís Björnsdóttir, knattspyrnukona frá Val Reyðarfirði

Sólmundur Aron Björgólfsson, knattspyrnumaður frá Súlunni á Stöðvarfirði

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona frá Þrótti Neskaupstað

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok