Rakel Dís íþróttamaður Vals 2012
Íþróttamaður Vals var krýndur í lok Fjórðungsglímu Austurlands nú rétt fyrir áramót. Sex íþróttamenn voru tilnefndir þau;
Rakel Dís Björnsdóttir knattspyrna, Magnús Guðlaugur Magnússon knattspyrna, Eva Dögg Jóhannsdóttir glíma, Hjalti Þórarinn Ásmundsson glíma, Alexandra Elíasdóttir skíði, Elmar Blær Elíasson skíði.
Rakel Dís Björnsdóttir varð fyrir valinu. Rakel Dís hefur spilaði 14 leiki í íslandsmóti með meistaraflokki Fjarðabyggðar í knattspyrnu á árinu, eða alla leiki liðsins og var burðarás liðsins á annars erfiðu tímabili.
Hún hefur aðstoðað við þjálfun yngriflokka Vals og er mikill hvatning fyrir yngri krakkana og þeim mikil fyrirmynd. Árið 2012 var erfitt hjá meistaraflokk Fjarðabyggðar, liðið er ungt og verið að byggja það upp á heimastelpum. Rakel Dís Björnsdóttir leikur þar stórt hlutverk, þrátt fyrir ungan aldur, bæði utan sem innan vallar.
Rakel Dís hefur í gengum tíðina verið á fjölda úrtaksæfing hjá U-17 ára landsliðinu og staðið sig með miklum sóma þar, þó að tækifærið til að spila fyrir landsliðið hafi ekki komið enn.
Rakel Dís er öðrum íþróttamönnum hjá Val mikil hvatning og hefur sýnt að með góðri ástundun og ósérhlífni er hægt að ná mjög langt og skara framúr í sinni íþrótt. Hér er svo sannarlega á ferðinni stúlka sem er frábær fyrirmynd og mikill íþróttamaður.