Stefán Berg íþróttamaður Ássins 2012
Þann 4.jan hélt UMF Ásinn, í samstarfi við Brúarásskóla og fleiri aðila, þrettándagleði sína. Þar fengu 28 krakkar og unglingar viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í starfi félagsins. Einnig var endurvakin sú hefð að heiðra íþróttamann ársins, en það var síðast gert árið 2003. Auk þess voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2012.
Íþróttamaður ársins er svo Stefán Berg Ragnarsson. Hann hlaut eignabikar og fékk til varðveislu í eitt ár farandbikar. Viðurkenningar fyrir góðan árangur fengu: Hólmar Logi Ragnarsson, Alexander Ingi Gunnþórsson og Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar.