Elvar Þór íþróttamaður Hattar 2012

Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var valinn íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á sunnudagskvöld.

Elvar spilaði með Hetti í fyrstu deild karla í sumar. Hann lék 25 leiki og var markahæstur í liðinu með tíu mörk. Elvar lék nánast alla leikina frá upphafi til enda og fékk ekki eitt gult spjald.

Þá voru starfsmerki Hattar afhent í fyrsta sinn en þau hljóta einstaklingar sem lengi hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Kristján Guðþórsson hlaut starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu knattspyrnu og Guðný Margrét Hjaltadóttir fyrir vinnu sína í þágu körfubolta og skíða.

Hver deild útnefnir einn íþróttamann en aðalstjórn félagsins velur einn úr þeim hópi. Eftirtaldir eru íþróttamenn ársins hjá deildum Hattar:

Blak : Jón Grétar Traustason

Fimleikar: Valdís Ellen Kristjánsdóttir

Frjálsíþróttir : Daði Fannar Sverrisson

Knattspyrna : Elvar Þór Ægisson

Körfubolti : Sigmar Hákonarson

Sund : Hubert Henryk Wojtas

Taekwondo : Hjálmar Elíeserson

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok