Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga að hefjast hjá Freyfaxa

Freyfaxi mun nú í janúar bjóða upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga.  Kennt verður í reiðhöllinni á Iðavöllum og á félagssvæði Stekkhólma. Þátttakendum verður skipt eftir aldri og getu.

Kennarar verða þær Ellen Thamdrup, Tamningamaður og Þjálfari FT og Angelika Liebermeister, Tamningamaður FT og IPZV- reiðkennari C.

 

Kennt verður með tveggja vikna millibili frá miðjum janúar og fram í apríllok. Þeir sem ekki hafa hest til umráða bíðst að fá reiðskjóta á vegum félagsins.

Auk grunnþátt í reiðmennsku og umhirðu hrossa verður farið í ýmiskonar hestaleiki og endað á Krakkahelgi þar sem hestar og börn bregða á leik saman og sýna afrakstur námskeiðsins.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér á heimasíðu Freyfaxa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok