Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og lokastund Frjálsíþróttaskólans var þar engin undanteking á þótt einnig væri tilhlökkun í lofti yfir að vera á heimleið eftir erfiða viku. Skólanum lauk á frjálsíþróttavikunnar þar sem vinna vikunnar skilaði sér í afrekum.
Ellefu einstaklingar og íþróttafélög á Austurlandi fengu nýverið styrki upp á samtals 450 þúsund krónur úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls.
Skrifstofa UÍA hefur sent frá sér nýja leikjaniðurröðun í Launaflsbikarnum. Lið Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar ákvað að draga sig úr keppni eftir að fyrri leikjaniðurröðun var birt. Dagskráin breytist þannig að það lið sem átti að mæta KAH í hverri umferð situr hjá. Tímaramminn er óbreyttur en hvert lið spilar fjóra leiki í stað fimm eins og ráð var áður fyrir gert.
Annað mótið í mótaröð UÍA og HEF í frjálsíþróttum verður haldið á Vilhjálmsvelli klukkan 17:00 þriðjudaginn 26. júní. Keppt verður í grindahlaupi, hástökki, spjótkasti og 1500 metra hlaupi. Þátttökugjaldið er 500 krónur á þátttakanda, óháð greinafjölda. Verðlaun fyrir besta árangurinn í hverjum aldursflokki í mótaröðinni verða veitt í lok sumars. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Liðsmenn Hattar hömpuðu stigabikarnum á meistaramóti UÍA í sundi sem fram fór á Eskfirði fyrir skemmstu. Mótið gekk hratt fyrir sig enda keppendur fremur fáir þar sem engir Neistamenn áttu heimangengt.
Fyrsta mótið í mótaröð UÍA og Hitaveitu Egilsstaða- og Fella í frjálsíþróttum fór fram á Vilhjálmsvelli í síðustu viku. Á þriðja tug keppenda var þar skráður til leiks. Keppt var í kúluvarpi, þrístökki og 200 metra hlaupi.
Dagskráin í frjálsíþróttaskólanum var fjölbreytt á fjórða degi eins og hina dagana. Trampólínið var prófað í íþróttahúsinu, táslurnar reknar í sandinn og uppskerumótið undirbúið.