BN varði Launaflsbikarinn
Boltafélag Norðfjarðar vann Launaflsbikarinn, bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu, annað árið í röð. Þrjú lið áttu möguleika á sigri fyrir síðustu umferðina sem fram fór í gærkvöldi.
Boltafélag Norðfjarðar vann Launaflsbikarinn, bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu, annað árið í röð. Þrjú lið áttu möguleika á sigri fyrir síðustu umferðina sem fram fór í gærkvöldi.
Boltafélag Norðfjarðar er komið í efsta sæti Launaflsbikarsins eftir dramatíska leiki um síðustu helgi. UMFB og Hrafnkell/Neisti eru samt skammt undan og eiga enn möguleika á titlinum en síðasta umferðin fer fram í kvöld.
Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir samæfingu í frjálsíþróttum á Vilhjálmsvelli mánudaginn 30. júlí klukkan 17:00. Æfingin er meðal annars ætluð til þess að hrista hópinn saman fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi eftir rúma viku.
Níutíu og níu keppendur eru skráðir undir merkjum UÍA á Unglingalandsmót UMFÍ sem hefst á Selfossi á föstudag. Þetta er einn mesti fjöldi sem skráð hefur sig undir merkjum sambandsins á mótin.
Útlit er fyrir metþátttöku UÍA fólks á Unglingalandsmótinu á Selfossi um næstu helgi. Tveir dagar eru enn eftir af skráningarfrestinum. UÍA verður vel sýnilegt á mótssvæðinu.
Lið Ungmennafélags Borgarfjarðar er komið í efsta sæti Launaflsbikarsins eftir miklar sviptingar. Staðan breyttist verulega eftir að Spyrnir dró úr leik um síðustu helgi. Tvær umferðar eru eftir og ljóst að baráttan verður æsileg.
Keppendum er skylt að kynna sér þær reglur sem gilda í Tour de Orminum sem fram fer 12. ágúst næstkomandi.
Aksturíþróttafélagið START heldur um helgina fimmtu og sjöttu umferð Íslandsmótsins í Enduro CC mótorhjólaakstri. Keppnin hefst 11:20 á laugardagsmorgun í landi Stóra Steinsvaðs, um 20 kílómetra utan við Egilsstaði.
UÍA er meðal þeirra sambandsaðila UMFÍ sem sækjast eftir að halda landsmót 50 ára og eldri árið 2013 með mótsstað á Norðfirði. Umsóknirnar voru kynntar fyrir stjórn UMFÍ á föstudag.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.